mánudagur, 19. nóvember 2007

Some Like it Hot (1959)

Ég sá mér ekki fært að mæta á sýninguna á mánudeginum (12. nóvember að mig minnir) vegna prófs sem ég var að fara í daginn eftir. Auk þess hef ég séð myndina áður þó svo að liðin sé nokkur tími síðan. Ég ætla samt að reyna að skrifa eitthvað um hana.



Myndin fjallar semsagt um Jerry og Joe sem eru jazz tónlistarmenn í Chicago en neyðast til að flýja undan mafíunni. Þeir dulbúast sem klæðskiptingar (Josephine og Daphne) til að komast inn í stelpnaband og fara með bandinu til Flórída. Á leiðinni verða þeir báðir hrifnir af Sugar Kane (Marilyn Monroe) sem syngur og leikur á ukulele í bandinu. Þegar til Flórída er komið bregður Joe sér í annað hlutverk til að heilla Sugar Kane og þykist vera milljónamæringur. Á meðan verður raunverulegur miljónamæringur, Osgood Fielding, hrifinn af Daphne (Jerry). Þegar Osgood býður Jerry (í dulargervi Daphne) út í snekkjuna sína eitt kvöldið fær Joe Jerry til að halda Osgodd í landi svo hann geti sjálfur boðið Sugar Kane í snekkjuna sína. Leikur Tony Curtis (sem Joe/Josephine) og Jack Lemmon (sem Jerry/Daphne) var fínn, ekki síður kvenhlutverkin. Þó myndin sé gamanmynd má alltaf finna smá vott af alvöru. Mér fannst myndin þrælgóð en þó er ég ekki endilega sammála því að hún sé besta grín mynd allra tíma eins og sumir vilja meina.

Engin ummæli: