mánudagur, 19. nóvember 2007

Det Sjunde Insiglet (1957)



Þetta meistarverka Bergman fjallar um riddarann Antonius Block sem snýr heim til Svíþjóðar ásamt förunauti sínum Jöns eftir krossför á miðöldum. Í Svíþjóð geysar þá Svarti-Dauði og ríkir hræðsla og ótti þar í landi. Auk þess er Dauðinn kominn til að sækja Antonius. Hann biður hins vegar Dauðan um að tefla við sig fyrst og vinnur þannig tíma. Við kynnumst fleiri persónum sem eru einkennandi fyrir samfélagið á miðöldum. Skákin er einhverskonar táknmynd fyrir lífið. Á góðum dögum þegar Antonius er bjartsýnn gengur honum vel í skákinni við Dauðan en þegar hann hefur misst alla von, vegna þeirra hörmunga sem ganga yfir, gengur skákin illa. Myndin er í svarthvítu og samspil birtu og skugga gefur myndinni aukna dýpt.

Engin ummæli: