laugardagur, 24. nóvember 2007
Little Miss Sunshine (2006)
Furðuleg mynd um furðulega fjöslkyldu sem ferðast langa leið til Kaliforníu (á volkswagen rúgbrauði) svo að dóttirin geti tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Í raun gerist ekki margt í myndinni. Samt sem áður, á einhvern óskiljanlegan hátt, fannst mér þetta bara þokkalegasta mynd. Kannski voru það hinar grátbroslegu persónur sem gerðu myndina einmitt svona áhugaverða. Sagan er einföld og hversdagsleg en persónurnar skipta mestu máli. Dóttirin, Olive Hoover, er 7 ára og þráir að taka þátt í fegurðarsamkeppni, bróðir hennar, Dwayne, hefur verið í þagnarbindindi í 9 mánuði og stefnir að því að verða flugmaður. Móðirin, Sheryl tekur að sér bróðir sinn, Frank, sem er hommi og hefur nýlega reynt að frema sjálfsmorð vegna ástarsorgar. Svo er það afinn, Edwin, sem var rekinn af elliheimilinu og er háður heroini. Samband persóna, sem þekkjast misvel þegar ferðalagið hefst, er stirt til að byrja með en þegar líður á myndina tekst fjölskyldunni að mynda einhvern furðulegan samhljóm. Myndin er hin ágætasta skemmtun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli