laugardagur, 24. nóvember 2007

The Blue Yonder (1985)


11 ára drengur ferðast aftur í tímann til ársins 1927 til að stöðva afa sinn í að fljúga yfir Atlantshafið. Eftir að hafa dvalist þó nokkuð með afa sínum og lært sitthvað um flugvélar sannfærir drengurinn afa sinn um að hann sé sonarsonur hans. Hann reynir að koma í veg fyrir að afinn fljúgi yfir Atlantshafið því að hann veit að vélin mun farast á leiðinni. Afann hefur svo lengi dreymt um að verða fyrstur manna til a fljúga yfir Atlantshafið að hann lætur verða að því þrátt fyrir aðvaranir stráksins. Strákurinn fer vonsvikinn aftur til framtíðar en honum til mikillar gleði kemst hann að því að afi hans hafi orðið annar yfir Atlantshafið á eftir Lindbergh. Það sem mér þótti skrítnast við myndina var endirinn. Eftir að afinn er floginn af stað, flýtir drengurinn sér aftur til framtíðar og fann þar minnisvarða um flug afans. Svo endaði myndin. Mér fannst eins og það vantaði eitthvað. Hann hitti ekki foreldra sína eða afann (ef hann átti að vera enn á lífi).

Engin ummæli: