fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Shanghai Noon (2000)
Ég hef alltaf haft nokkrar mætur á Jackie Chan, ef til vill vegna þess að hann sker sig að miklu leyti úr hvað varðar leik og húmor. Í myndinni, sem er einhvers konar kúrekagrínmynd leikur Jackie Chan kínverska lífvörðinn Chon Wang sem fer til Bandaríkjana til þess að bjarga prinsessu Pei Pei sem hefur verið rænt. Þar kynnist hann Roy O'Bannon (Owen Wilson) og þeir lenda í ýmsum ævintýrum. Þeir “félagar” Roy og Chon eru mjög ólíkar týpur. Roy er glaumgosi, góður með sig en afburða léleg skytta. Chon er hins vegar rólegri, örlítið klaufskur, kung fu meistari og reynir að hafa vit fyrir Roy sem er stundum frekar vitlaus. Myndin er sambland af flottum bardagaatriðum (eins og Jackie Cahne einum er lagið) og ágætum húmor. Í myndinni má finna vísanir í aðrar kvikmyndir. T.d. er nafn Chon Wang mistekið sem John Wayne þegar hann kemur til Bandaríkjanna en flestir ættu að vita hver hinn raunverulegi John Wayne var. Nokkuð góð afþreying hér á ferð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli