þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Ocean’s Thirteen (2007)



Danny Ocean og félagar ákveða að hefna gamla læriföðurins Rueben sem liggur á dánarbeðinu. Rueben hefur verið svikinn af hótel- og spilavítaeigandanum Bank. Í þetta skiptið hyggjast Danny og félagar ekki græða persónulega heldur ætla þeir að koma því í kring að spilavítið tapi. Með því að falsa spilaútbúnað, svo sem teninga, geta þeir hagrætt úrslitum í spilavítinu. Myndin er ekki ósvipuð fyrstu myndinni sem fjallaði um rán í spilavítum í Las Vegas nema hvað að í þessari mynd er ekki um beint rán að ræða (nokkuð sniðugt). Myndin er þó ekki laus við galla. T.d. fannst mér einstaka sinnum vanta aðeins upp á samhengið. Annars var þetta ágætis skemmtun.

Engin ummæli: