mánudagur, 26. nóvember 2007
The Man Who Knew Too Much (1956)
Myndin var á dagskrá sjónvarpsins þetta sunnudagskvöld. Hún fjallar um Amerísku hjónin Dr. og Mrs. McKenna sem fara með syni sínum í frí til Marokkó. Fríið endar hins vegar í martröð eftir að þau hjónin blandast inn í samsæri gegn hátt settum ráðamanni í London. Syni þeirra er rænt og þau fara til London í von um að finna son sinn og koma í veg fyrir morð. Atriði eitt sem gerist í Royal Albert Hall er frekar langt og dramatískt. Raunar er smá hluti úr því atriði sýndur í blábyrjun myndarinnar og sérstaklega tekið fram að það muni skipta miklu máli í myndinni. Þegar líður á myndina uppgötvar áhorfandinn hægt og rólega hvaða merkingu atriðið hefur og er því vel undirbúinn undir það sem koma skal. Þessi einfalda og augljósa leið til að koma hlutunum til skila er dæmigerð fyrir Hitchcock, eins og flestir ættu að vita eftir að hafa grandskoðað Notorious. Svo má nefna að báðar þessar myndir (þ.e. The Man Who Knew to Much og Notorious) enda svipað. Í Notorious var atriði þar sem Devlin fylgir Aliciu niður tröppunar til að "frelsa" hana frá Alexander. Þar er Alexander í þröngri aðstöðu. Þessi mynd endar hins vegar þannig að Mr. Drayton ógnar McKenna feðgunum með byssu og þvingar þá niður tröppunar. Í báðum myndunum eru það "skúrkarnir" sem eru í raun í vondri aðstöðu (og hafa ef til vill báðir samviskubit). Báðar myndinar enda illa fyrir skúrkana. Í Notorious endaði Alexander á að sitja upp með "forvitna félaga" en í þessari mynd deyr einfaldlega Mr. Drayton eftir að Dr. McKenna bregður fyrir hann fæti og hann verður fyrir eigin skoti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli