þriðjudagur, 23. október 2007

8 1/2 (1963)


Þessi færsla verður ef til vill jafnruglingsleg og myndin.
Þetta var frekar löng og stórfurðuleg mynd. Vissulega voru þarna ansi skrautleg og vel gerð atriði en ég áttaði mig ekki almennilega á samhenginu. Þetta snérist eitthvað um konurnar í lífi aðalpersónunnar og sambandið við eiginkonuna. Aðalpersónan virtist eiga mjög annríkt. Önnum kafinn leikstjóri. Býður svo konunni sinni á tökstað því hann þykist sakna hennar. Konan heldur að hann haldi framhjá sér og hann sé umvafinn kvenmönnum en í raun virðist hann alltaf hrinda kvenfólki frá sér, ef til vill eitthvað tengt æsku hans sem birtist oft inn á milli. Annars átti ég erfitt á að skilja söguþráðin ef hann var þá einhver.
Lokaatriðið þegar allir dansa í burtu hefur ef til vill eitthvað táknrænt gildi en ég bara gat ekki áttað mig á því. Kannski var ég bara of þreyttur þegar ég sá myndina.

Engin ummæli: