Jæja, hér er loksins smá umfjöllun um hið löngu liðna stuttmyndamaraþon. Hópurinn samanstóð af mér (Gísla), Bjarka, Daníeli, Hlyni og Roberti.
Við vorum kannski full öruggir með okkur, héldum að við færum létt með eitt lítið maraþon. Upphaflega kom Bjarki með ágætis hugmynd og eftir á að hyggja voru líklegast stærstu mistök okkar að hafna þeirri hugmynd. Að lokum var ný hugmynd fengin (með hjálp Andra Gunnars Haukssonar (5-Y)) og handrit samið á síðustu stundu. Að lokum gat rúmlega 5 tíma vinna af sér u.þ.b. 4 mínútna stuttmynd. Eins og glöggir nemendur muna eflaust (þ.e. þeir sem sáu myndina í tímanum) fjallar hún um tvo stráka sem læsast inn í kjallara í leit að leikjatölvu sem endar svo með ósköpum. Þetta var kannski ekki frumlegasta hugmynd sem fram hefur komið en þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem við lentum í (m.a. heilmikið vesen í tenglsum við klippingu myndarinnar í vélinni) gátu vonandi flestir skemmt sér yfir áhorfinu. Eftirfarandi málshættir eru mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um gerð myndarinnar: „Maður uppsker eins og maður sáir“ og „Æfingin skapar meistarann“. Stuttmyndamaraþonið var góð æfing og allir ættu að hafa lært eitthvað nýtt og jafnvel talsvert ef þetta var þeirra fyrsta stuttmynd.
miðvikudagur, 10. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli