fimmtudagur, 11. október 2007
Top Secret! (1984)
Þessi óborganlega gamanmynd með Val Kilmer í aðalhlutverki fjallar um rokkstjörnuna Nick Rivers sem ferðast til Austur-Þýskalands sem fulltrúi Bandaríkjanna á menningarhátíð þar í landi. Stjórnvöld hafa hins vegar ýmislegt óhreint í pokahorninu og kæra sig ekkert um að utanaðkomendur séu að snuðra í innanlandsmálum (sem þó varða öryggi allra jarðarbúa) Þessi mynd deilir óspart á ástandið í Þýskalandi á tímum seinni heimstyrjaladarinnar og gerir hiklaust gín að flestu sem hægt er að gera grín að. Þessi mynd er laus við flesta skynsemi en öllu gríni fylgir smá alvara sem lýsir sér í kaldhæðninni sem felst í því að gera grín að Þýskalandi nasismans. Fyrir utan hið hefðbundna grín í myndinni er auk þess alveg sérstakur húmor í gangi sem felst í því að athyglin beinist oft frá söguþræðinum að einhverju fáranlegu sem á sér stað í bakgrunninum, aðeins til að vekju furðu áhorfenda og gera myndina kjánalega fyndna. Dæmi um þetta er þegar úr sem ein persónan lítur á er orðið risavaxið í næsta skoti. Svipað atvik á sér stað með ofvaxinn síma. Einnig er heilt atriði í bókabúð sem gerist afturábak. Þar talar sænskur eigandi búðarinnar afturábak við aðalpersónurnar til að koma leynilegum upplýsingum til skila. Semsagt stútfull mynd sem hæðist jafnt að Elvis Presley og Nasistum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli