sunnudagur, 7. október 2007

Heima

Heimildamyndin Heima fjallar um tónleikaferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006. Í myndinni er hljómsveitinni fylgt hringinn í kringum landið með viðkomu á afskekktum stöðum þar sem hljómsveitin lék fyrir áhorfendur sem oftar en ekki voru í færri kantinum. Auk þess sem tónleikum sveitarinnar er fylgt eftir fær náttúra Íslands að njóta sín í myndinni og oft er tónlistin látin túlka ýmis náttúrufyrirbrigði. Einnig eru áhorfendur myndaðir í bak og fyrir, ekki síst börn að leik sem mér finnst gefa myndinni einhvers konar einlægni-blæ. Hljóð og myndataka gegna lykilhlutverki í myndinni og sameinast og mynda eina heild. Vel gerð mynd um einstaka hljósveit.

Engin ummæli: