
Maður finnst látin við bakka Thames í Oxford. Við rannsókn á morðinu kemur í ljós að maður þessi var nemandi í Oxford háskóla 20 árum áður. Þar stofnaði hann ásamt félögum sínum félag sem þeir kölluðu "Sons of the Twice Born". Í félagi þessu drukku þeir félagar og neyttu eiturlyfja en nafn félagsins vísar til goðsagnar um fæðingu vínguðsins Dionysusar í grískri goðafræði. Titill myndarinnar er hins vegar sóttur í tilvitnun Evripídesar (sem var eitt helsta harmleikjaskáld forn-Grikkja) "Whom the gods would destroy, they first make mad". Þegar Lewis og Hathaway (lögreglumenn) fara að rannsaka þetta félag betur komast þeir að því að ekki er allt með felldu. Frekar týpísk bresk sakamálamynd hér á ferð en þó ágæt tengingin við grísku goðafræðina og Nietzsche.