
Þetta er sjöunda og síðasta Bond myndin sem Roger Moore lék í. Hann var orðin 58 ára og kanski á síðasta snúningi sem James Bond. Annars stendur hann sig frekar vel og lítur hreint ekki út fyrir að vera eldri en 50. Moore nær einhvern veginn alltaf að vera alvarlegur þótt hann virðist oftast vera hálfkærulaus. Hann er ekki jafn kaldur og mun viðkunnanlegri en flestir aðrir sem hafa leikið Bond. Hann gefur James Bond líka húmor. Persónulega hef ég meira gaman af hinum gamansama Bond heldur en hinum ískalda harðnagla sem birtist í nýjustu myndinni Casino Royale þar sem Daniel Craig fer með hlutverk Bond.

Margir kannast eflaust við titillag myndarinnar sem flutt er af Duran Duran.
1 ummæli:
3 stig.
Skrifa ummæli