laugardagur, 8. desember 2007
Taggart: A Taste of Money (2005)
Þótt Taggart sjálfur sé löngu dauður eru þættirnir enn sprelllifandi. Í þessum þætti finnst veitingahúsa gagnrýnandi myrtur á heimili sínu og er aðkoman ansi skrautleg (ég segi ekki meir). Í fyrstu beinist grunur að innbrotsþjófi sem sést flýja af vettvangi en fljótlega kemur í ljós að um tvo aðskilda glæpi er að ræða, annars vegar morð og hins vegar innbrot. Málið er því mun flóknara en það leit út í fyrstu. Það verður að segjast að þetta var bara nokkuð góður þáttur, frekar spennandi og kom nokkuð á óvart og var í það minnsta ekki fyrirsjáanlegur. Góð kvöldafþreying.
Eitt sem var dálítið athyglisvert var það þegar löggurnar í Glasgow þurftu að fara til Edinborgar. Ég tók eftir því að þeir voru ekkert rosalega hrifnir af Edinborg. Nú veit ég ekki hvort það er einhver áberandi rígur milli Glasgow og Edinborgar í raunveruleikanum, en það kæmi mér svosem ekkert á óvart. Það er nú talsvert um þetta bara hér á Íslandi milli bæjarfélaga að ég best veit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli