mánudagur, 3. desember 2007
Live and Let die (1973)
Það er ekki að ástæðulausu að þetta er mín uppáhalds Bond mynd. Hún hefst með látum, þrír njósnarar myrtir á einu bretti. Bond er sendur til að rannsaka hvernig morðin tengjast Hann kynnist þá bæði Mr. Big og Kananga sem tengjast eiturlygjasmygli (reyndar kemur í ljós síðar í myndinni að þeir eru einn og sami maðurinn). Eftir frekar langa og flókna atburðarás stendur að sjálfsögðu okkar maður uppi sem sigurvegari. Þó margar Bond myndir séu ágætar þá er þessi frumlegri og fjölbreytilegri en flestar hinna. Roger Moore finnst mér líka passa vel sem Bond. Titillagið er heldur ekki af verri endanum, samið af Paul og Lindu McCartney. Frumleiki og fjölbreytni finnst mér vega mikið hvað kvikmyndagerð varðar sem og margt annað og það er ef til vill það sem veldur því að þessi mynd er í jafn miklum metum hjá mér og raun er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli