miðvikudagur, 5. desember 2007
Karlakórinn Hekla (1992)
Ein af mínum uppáhalds íslensku myndum. Hún er bráðskemmtileg og alltaf sígild. Karlakórinn Hekla úr Hveragerði fer í kórferðalag til Svíþjóðar og Þýskalands til að verða að bón hins þýskættaða kórfélaga (Max Werner) áður en hann lést. Í ferðinni lendir kórinn heldur betur í ævintýrum. Kórstjóranum er meðal annars rænt af barnsmóður sinni og rúsínan í pysluendanum er svo þegar “Werner” birtist upp úr þurru í fæðingarbæ sínum í Þýskalandi.
Garðar Cortes fer með hlutverk Werner og stendur sig ágætlega, ekki síður sem leikari þó hann sé vissulega söngvari. Ragnhildur Gísladótti leikur Möggu undirleikara, Egill Ólafsson leikur Gunnar kórstjóra og ýmsir aðrir þjóðþektir leikarar koma við sögu. Ég tók líka eftir því núna sem ég hef ekki tekið eftir áður (ég hef séð myndina nokkrum sinnum en reyndar eru mörg ár síðan ég sá hana seinast) en það er það að Guðnýu leikstjóra bregður fyrir þar sem hún vindur sér upp að Möggu (Röggu Gísla) rétt undir lok myndarinnar. Ég fór líka aðeins að velta fyrir mér atriðinu þegar Gunnar kórstjóri (Egill Ólafsson) stekkur á mótórhjóli um borð í skipið til að missa ekki af því. Ég veit ekki hvaða brellum var beitt en atriðið kemur í það minnsta vel út.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli