
Þó ég hafi ekki séð nema smá brot af upprunalegu myndinni frá 1960 þá held ég að þetta sé bara með betri endurgerðum sem ég hef séð. Hún er a.m.k vönduð og meira “sannfærandi” (að ég tel) en upprunalega myndin. Atriðið þegar Alexander er að ferðast 800.000 ár fram í tímann finnst mér vera mjög vel gert. Hvernig jörðin gengur í gegnum súrt og sætt í aldana rás. Þær hugmyndir um framtíðina, þróun mannsins, áhrif hans á jörðinni og margt fleira sem koma fram í myndinni (og upphaflega í skáldsögunni) eru margar hverjar athyglisverðar þó þær séu að mestu leyti tilbúningur Þrátt fyrir að vera vísindaskáldskapur er sagan að mörgu leyti sannfærandi.
2 ummæli:
Talandi um kvikmyndir byggðar á þessari sögu eftir HG Wells... ein sú skemmtilegasta er Time After Time, sem setur fram þá "kenningu" að HG Wells hafi sjálfur búið til tímavél og að Jack the Ripper hafi stolið henni og notað hana til þess að fara fram í tímann, til LA árið 1979 (þess vegna náðist hann aldrei). Stórskemmtileg mynd. Malcolm McDowell leikur Wells. Mæli með henni.
Umsögn um blogg
30 færslur (eiginlega 29, sú fyrsta telst varla með).
Langflestar uppfylla þær kröfur, en margar gera ekki mikið meira en það. Ágætis-blog, en stenst ekki alveg samanburð við þau bestu.
9,5
Skrifa ummæli