sunnudagur, 2. desember 2007

Big Fish (2003)


Í þrjú ár hefur Will ekki talað við föður sinn Edward Bloom vegna þess að faðir hans segir aldrei sannleikan. Nú er hins vegar svo komið að Edward liggur á dánarbeðinu. Will snýr þá heim frá Frakklandi ásamt konu sinni til þess að dveljast hjá foreldrum sínum. Á meðan dvölinni stendur reynir Will að komast að hinu sanna um líf föður síns sem fram að þessu hefur aðallega sagt Will skáldaðar sögur af sjálfum sér. Skömmu áður en Edward deyr lærir Will að meta sögurnar af föður sínum og uppgötvar að sannleikurinn um föður hans sé sá að hann hafi fyrst og fresmst verið góður sögumaður.
Það felst mun meiri skemmtun og gleði í skáldsögunum en hinum blákalda veruleika. Það gerir ekkert til þótt sannleikurinn sé aðeins skreyttur því það kætir okkur bara. Athyglisverð mynd sem einkennist af gleði og jákvæðni. Minnir dálítið á Forrest Gump en þó í dálítið annari útsetningu. Frumleg mynd sem Tim Burton setur fram á skemmtilegan og ævintýralegan hátt.

Engin ummæli: