Max Zorin er franskur örtölvukubba iðnrekandi. Hann hefur í hyggju að sökkva Silicon Valley í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir samkeppni á markaðnum. James Bond er hins vegar sendur til að stöðva hinn siðblinda Zorin, allt frá Effil turninum til Golden Gate brúarinnar. Upphaflega átti David Bowie að leika Max Zorin en annars finnst mér Christopher Walken stórgóður í hlutverkinu.
Þetta er sjöunda og síðasta Bond myndin sem Roger Moore lék í. Hann var orðin 58 ára og kanski á síðasta snúningi sem James Bond. Annars stendur hann sig frekar vel og lítur hreint ekki út fyrir að vera eldri en 50. Moore nær einhvern veginn alltaf að vera alvarlegur þótt hann virðist oftast vera hálfkærulaus. Hann er ekki jafn kaldur og mun viðkunnanlegri en flestir aðrir sem hafa leikið Bond. Hann gefur James Bond líka húmor. Persónulega hef ég meira gaman af hinum gamansama Bond heldur en hinum ískalda harðnagla sem birtist í nýjustu myndinni Casino Royale þar sem Daniel Craig fer með hlutverk Bond.
Margir kannast eflaust við titillag myndarinnar sem flutt er af Duran Duran.
miðvikudagur, 19. desember 2007
sunnudagur, 9. desember 2007
The Time Machine (2002)
Myndin er endurgerð af The Time Machine frá árinu 1960 og byggir á samnefndri skáldsögu H.G.Wells frá 1895. Sagan fjallar um uppfinningamanninn Alexander sem býr í New York rétt fyrir aldamótin 1900. Eftir að unnusta hans, Emma, er myrt leggur hann allan sinn metnað í að búa til tímavél sem honum tekst að lokum. Hann ferðast fyrst aftur í tímann í von um að geta breytt örlögunum en kemst fljótlega að því að það getur hann ekki. Hann ferðast því fram í tímann í von um að fá svör við því hvort það sé mögulegt að breyta fortíðinni.
Þó ég hafi ekki séð nema smá brot af upprunalegu myndinni frá 1960 þá held ég að þetta sé bara með betri endurgerðum sem ég hef séð. Hún er a.m.k vönduð og meira “sannfærandi” (að ég tel) en upprunalega myndin. Atriðið þegar Alexander er að ferðast 800.000 ár fram í tímann finnst mér vera mjög vel gert. Hvernig jörðin gengur í gegnum súrt og sætt í aldana rás. Þær hugmyndir um framtíðina, þróun mannsins, áhrif hans á jörðinni og margt fleira sem koma fram í myndinni (og upphaflega í skáldsögunni) eru margar hverjar athyglisverðar þó þær séu að mestu leyti tilbúningur Þrátt fyrir að vera vísindaskáldskapur er sagan að mörgu leyti sannfærandi.
Þó ég hafi ekki séð nema smá brot af upprunalegu myndinni frá 1960 þá held ég að þetta sé bara með betri endurgerðum sem ég hef séð. Hún er a.m.k vönduð og meira “sannfærandi” (að ég tel) en upprunalega myndin. Atriðið þegar Alexander er að ferðast 800.000 ár fram í tímann finnst mér vera mjög vel gert. Hvernig jörðin gengur í gegnum súrt og sætt í aldana rás. Þær hugmyndir um framtíðina, þróun mannsins, áhrif hans á jörðinni og margt fleira sem koma fram í myndinni (og upphaflega í skáldsögunni) eru margar hverjar athyglisverðar þó þær séu að mestu leyti tilbúningur Þrátt fyrir að vera vísindaskáldskapur er sagan að mörgu leyti sannfærandi.
laugardagur, 8. desember 2007
Taggart: A Taste of Money (2005)
Þótt Taggart sjálfur sé löngu dauður eru þættirnir enn sprelllifandi. Í þessum þætti finnst veitingahúsa gagnrýnandi myrtur á heimili sínu og er aðkoman ansi skrautleg (ég segi ekki meir). Í fyrstu beinist grunur að innbrotsþjófi sem sést flýja af vettvangi en fljótlega kemur í ljós að um tvo aðskilda glæpi er að ræða, annars vegar morð og hins vegar innbrot. Málið er því mun flóknara en það leit út í fyrstu. Það verður að segjast að þetta var bara nokkuð góður þáttur, frekar spennandi og kom nokkuð á óvart og var í það minnsta ekki fyrirsjáanlegur. Góð kvöldafþreying.
Eitt sem var dálítið athyglisvert var það þegar löggurnar í Glasgow þurftu að fara til Edinborgar. Ég tók eftir því að þeir voru ekkert rosalega hrifnir af Edinborg. Nú veit ég ekki hvort það er einhver áberandi rígur milli Glasgow og Edinborgar í raunveruleikanum, en það kæmi mér svosem ekkert á óvart. Það er nú talsvert um þetta bara hér á Íslandi milli bæjarfélaga að ég best veit.
miðvikudagur, 5. desember 2007
Karlakórinn Hekla (1992)
Ein af mínum uppáhalds íslensku myndum. Hún er bráðskemmtileg og alltaf sígild. Karlakórinn Hekla úr Hveragerði fer í kórferðalag til Svíþjóðar og Þýskalands til að verða að bón hins þýskættaða kórfélaga (Max Werner) áður en hann lést. Í ferðinni lendir kórinn heldur betur í ævintýrum. Kórstjóranum er meðal annars rænt af barnsmóður sinni og rúsínan í pysluendanum er svo þegar “Werner” birtist upp úr þurru í fæðingarbæ sínum í Þýskalandi.
Garðar Cortes fer með hlutverk Werner og stendur sig ágætlega, ekki síður sem leikari þó hann sé vissulega söngvari. Ragnhildur Gísladótti leikur Möggu undirleikara, Egill Ólafsson leikur Gunnar kórstjóra og ýmsir aðrir þjóðþektir leikarar koma við sögu. Ég tók líka eftir því núna sem ég hef ekki tekið eftir áður (ég hef séð myndina nokkrum sinnum en reyndar eru mörg ár síðan ég sá hana seinast) en það er það að Guðnýu leikstjóra bregður fyrir þar sem hún vindur sér upp að Möggu (Röggu Gísla) rétt undir lok myndarinnar. Ég fór líka aðeins að velta fyrir mér atriðinu þegar Gunnar kórstjóri (Egill Ólafsson) stekkur á mótórhjóli um borð í skipið til að missa ekki af því. Ég veit ekki hvaða brellum var beitt en atriðið kemur í það minnsta vel út.
mánudagur, 3. desember 2007
Live and Let die (1973)
Það er ekki að ástæðulausu að þetta er mín uppáhalds Bond mynd. Hún hefst með látum, þrír njósnarar myrtir á einu bretti. Bond er sendur til að rannsaka hvernig morðin tengjast Hann kynnist þá bæði Mr. Big og Kananga sem tengjast eiturlygjasmygli (reyndar kemur í ljós síðar í myndinni að þeir eru einn og sami maðurinn). Eftir frekar langa og flókna atburðarás stendur að sjálfsögðu okkar maður uppi sem sigurvegari. Þó margar Bond myndir séu ágætar þá er þessi frumlegri og fjölbreytilegri en flestar hinna. Roger Moore finnst mér líka passa vel sem Bond. Titillagið er heldur ekki af verri endanum, samið af Paul og Lindu McCartney. Frumleiki og fjölbreytni finnst mér vega mikið hvað kvikmyndagerð varðar sem og margt annað og það er ef til vill það sem veldur því að þessi mynd er í jafn miklum metum hjá mér og raun er.
sunnudagur, 2. desember 2007
Big Fish (2003)
Í þrjú ár hefur Will ekki talað við föður sinn Edward Bloom vegna þess að faðir hans segir aldrei sannleikan. Nú er hins vegar svo komið að Edward liggur á dánarbeðinu. Will snýr þá heim frá Frakklandi ásamt konu sinni til þess að dveljast hjá foreldrum sínum. Á meðan dvölinni stendur reynir Will að komast að hinu sanna um líf föður síns sem fram að þessu hefur aðallega sagt Will skáldaðar sögur af sjálfum sér. Skömmu áður en Edward deyr lærir Will að meta sögurnar af föður sínum og uppgötvar að sannleikurinn um föður hans sé sá að hann hafi fyrst og fresmst verið góður sögumaður.
Það felst mun meiri skemmtun og gleði í skáldsögunum en hinum blákalda veruleika. Það gerir ekkert til þótt sannleikurinn sé aðeins skreyttur því það kætir okkur bara. Athyglisverð mynd sem einkennist af gleði og jákvæðni. Minnir dálítið á Forrest Gump en þó í dálítið annari útsetningu. Frumleg mynd sem Tim Burton setur fram á skemmtilegan og ævintýralegan hátt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)