miðvikudagur, 26. september 2007

The General (1927)


The General fjallar um Johnny Gray (Buster Keaton) sem vinnur sem lestarstjóri á tímum Bandaríska borgarastríðsins (1861). Hann fær ekki inngöngu í herinn þar sem hann er talinn gegna mikilvægari hlutverki sem lestarstjóri. Þegar óvinurunn rænir lestinni hans og um leið hans heittelskuðu Annabelle Lee (Marion Mack) (sem fyrir tilviljun er um borð) neyðist hann til þess að hætta sér inn á óvinasvæðið til þess að bjarga bæði Annabelle og lestinni. Myndin gerist að mestu á lestarteinunum. Eltingar- og flóttaleikur, þar sem Johnny er fyrst að elta ræningjana en síðan þeir að elta hann eftir að hann hefur endurheimt lestina. Myndatakan finnst mér þrælgóð. Ótrúlega mörg lestaratriði eru t.d. tekin upp þannig að sjónarhornið er frá hlið, samferða lestinni (e.t.v tekin úr bíl á ferð, myndavélin er samt alltaf frekar stöðug). Myndin inniheldur m.a. dýrasta atriði þögla tímabilsins, þegar lest ekur yfir brennandi brú með þeim afleiðingum að brúin hrynur og lestin steypist ofan í fljótið fyrir neðan. Þar sem þetta er þögul mynd skiptir hljóðið þeim mun meira máli. Það brást ekki í þessari frábæru mynd. Strengir og pinaó juku spennuna með dramatískum tónum. Í heildina var þetta bæði mjög vönduð mynd og frábær skemmtun.

Engin ummæli: