laugardagur, 22. september 2007
The Statement (2003)
Myndin fjallar um fyrrverandi böðul Nasista úr seinni heimstyrjöldinni sem sakaður er um að bera ábyrgð á dauða 7 gyðinga í Frakklandi. Hann fer huldu höfði eftir að hafa flúið dauðadóm. Menn innan kaþólsku kirkjunnar skjóta yfir hann skjólshúsi í áratugi en auk þess að vera eltur af lögreglu er hann ofsóttur af hópi gyðinga sem vilja ná fram hefndum fyrir trúbræður sína. Myndin, sem er kanadísk, byggir á sögu Brian Moore. Hún heldur manni við skjáinn því hún er bæði spennandi og vel gerð. Sagan á að gerast árið 1992 (myndin var gerð 2003) og þegar maður horfir á hana uppgötvar maður allt í einu að það er að verða helvíti langt síðan árið 1992 var þó manni finnist það alltaf frekar stutt. Engir farsímar komnir (símar og símtöl koma mikið við sögu í myndinni) og bílarnir “gamaldags”. 92 fílíngurinn í myndina var mjög sannfærandi. Þó það virðist í fljótu bragði vera stuttur tími þá þarf að huga að ýmsu við gerð kvikmyndar sem á að gerast 11 árum fyrr.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli