föstudagur, 7. september 2007
American Movie (1999)
American Movie er heimildarmynd um gerð hryllingsmyndarinnar Coven. Leikstjóra myndarinnar (þ.e. Coven) Mark Borchardt dreymir um frægð og frama en leiðin á toppinn virðist bæði löng og ströng. Vinnan tekur sinn toll hjá Mark, en ekki síður hjá fjölskyldu hans og vinum sem Mark nánast þvingar til þess að hjálpa sér við að gera kvikmyndir. Myndin var ekki sérlega góð sem afþreying en sem heimildarmynd var hún kannski ágæt. Það sem gerði þessa mynd skemmtilega var klárlega gamall frændi Marks, Bill, sem Mark fékk til að vera framleiðanda Coven. Hann var frekar skondinn. Að öðru leyti fannst mér myndin ekkert sérstök.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli