laugardagur, 25. ágúst 2007
Astropia (2007)
Astrópía kom mér virkilega á óvart. Ég var svo sem við öllu búinn eftir að hafa séð auglýsingaplakötin. Persónulega fannst mér þó byrjunin frekar langdregin en eftir hlé tók við nokkuð athyglisverð en skemmtileg atburðarás. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér íslenska kvikmynd sem er í senn gamanmynd og ævintýra-/spennumynd og þar að auki með góðum húmor. Ragnhildur Steinunn stóð sig líka nokkuð vel í hlutverki Hildar. Þó myndin væri ekki laus við alla galla fannst mér hugmyndin skemmtileg og útfærslan nokkuð góð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli