miðvikudagur, 19. september 2007

Life of Brian (1979)


Ég leigði mér mynd á Laugarásvideoi fyrir stuttu. Fyrir valinu varð Monty Python myndin Life of Brian frá árinu 1979. Myndin (sem er að sjálfsögðu grínmynd) fjallar um Brian sem er fæddur á sama tíma og Kristur. Fyrir slysni er hann álitinn spámaður Guðs og verður vinsæll meðal Jerúsalembúa. Það hefur vægast sagt slæmar afleiðingar í för með sér. Þessi mynd er algjör afbökun á Nýja testamentinu og var víst bönnuð í sumum löndum fyrir guðlast. Persónulega hef ég gaman af Monty Python húmornum og þessi mynd var engin undantekning. Fáir leikarar fara með flest hlutverk myndarinnar og ef maður þekkir John Cleese vel í útliti getur það reynst svolítið truflandi að sjá hann fyrst sem gyðing og síðan Rómverja stuttu síðar. Að vísu fannst mér það ekki skipta svo miklu máli í þessari mynd þar sem hún er laus við flesta eða ekki alla alvöru. Ágætis mynd hér á ferð, hæfilega súr, ekki síst góð afþreying. Auk þess bregður George Harrison fyrir í einu atriði. Ég komst reyndar ekki að því fyrr en eftir á. Það er samt varla hægt að segja að hann "leiki" í myndinni en engu að síður gaman að því.

Engin ummæli: