sunnudagur, 6. janúar 2008
Arabesque (1966) – Sunnudagsbíó Sjónvarpsins
Gregory Peck og Sophia Loren fara með aðalhlutverkin í þessari rómantísku spennumynd sem var á dagskrá Sjónvarpsins að kvöldi þrettánda dags jóla. Prófessor David Pollock (Peck) er sérfræðingur í arabísku myndletri og er fenginn til að leysa dulmálskóða sem gætu innihaldið uppplýsingar varðandi forsetisráðherra í Austurlöndum nær. Áður en Pollock veit af er hann flæktur inn í samsæri gegn fyrrgreindum forsætisráðherra. Hann kynnist Yasmin Azir (Loren) og saman tekst þeim að bjarga málunum. Myndin er að mörgu leyti fín og sagan í sjálfu sér ágæt. Myndatakan er nokkuð athyglisverð. Í fyrsta lagi er þó nokkuð oft myndað í gegnum spegla (t.d. spegla á bíl) og í einu atriði er myndað gegnum fiskabúr. Auk þess er myndatakan þegar búið er að dópa Pollock upp og hann skilinn eftir út á miðjum vegi nokkuð skemmtileg. Ofsjónirnar sem Pollock á að upplifa á sýru (eða einhverju álíka) eru túlkaðar t.d. með því að hafa allt í móðu og sýna allt tvöfalt. Auk þess bregður fyrir ýmsum furðulegum fyrirbærum til að auka áhrifin enn frekar og til að kóróna alla sýruna byrjar Pollock að syngja Gaudeamus igitur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
3 stig.
Skrifa ummæli