Rat er írsk gamanmynd um fjölskyldufaðirinn Hubert sem breytist í rottu. Henni hefur verið líkt við myndir á borð við Being John Malkovich en er þó frábrugðin þeirri mynd að því leiti að í stað þess að sýna upplifun aðalpersónunnar, þ.e. rottunnar/pabbans, fær áhorfendinn aðeins að sjá aðalpersónuna utan frá. Myndin snýst að mestu um viðbrögð fjölskyldunnar og það að faðirinn er rotta er málinu nánast óviðkomandi. Myndin er mjög óraunsæ en er þó látinn líta út fyrir að vera ósköp venjuleg og er því dálítið í anda töfraraunsæis. Það virðist t.d. tiltölulega sjálfsagður hlutur að pabbinn geti breyst í rottu og persónurnar hafa oft frekar brenglað gildismat. Myndin dregur upp dálítið gamla mynd af Írlandi, kannski í kringum 1950-60 eða það heldur maður a.m.k. til að byrja með. Það eru hins vegar hlutir eins karaoke-vél sem birtast eins og skrattinn úr sauðalæknum og endurspegla þannig óraunsæið í myndinni.
Myndin minnir líka ansi mikið á sögu Franz Kafka, Hamskiptin, sem segir frá Gregor Samsa sem vaknar einn dag og uppgötvar að hann hefur breyst í einhvers konar pöddu (kemur reyndar ekki fram nákvæmlega hvað hann breytist í). Líkt og myndin fjallar sú saga að mestu um viðbrögð fjölskyldunnar í stað þess að reynt sé að skyggnast inn í hugarheim aðalpersónunnar. Sumir telja að myndin sé táknsaga fyrir kynþáttahatur síðari ára Írlandi. Þó það sá kannski dálítið langsótt kenning veltir maður því nú samt fyrir sér. Eftir að Hubert breytist í rottu þá fellur hann algjörlega í áliti hjá fjölskyldunni, nema hjá dótturinni sem væri þá tákn fyrir andstæðinga kynþáttahaturs.
Eiginkonan, Conchita (Imelda Staunton) fer frekar mikið í taugarnar á mér. Ég hef bara sér þessa leikkonu leika leiðinlegar persónur. Reyndar held ég að ég hafi bara séð hana í einu öðru hlutverki og það var í Harry Potter and the Order of the Phoenix þar sem hún lék Dolores Umbridge, sem vor svo sannarlega ömurleg persóna. Í fyrstu fannst mér myndin ekkert voða skemmtileg, en eftir að hafa hugsað um hana og pælt meira í henni fer mér að finnast hún betri og betri. Þegar maður uppgötvar að það er eitthvað meira en bara skemmtanagildið sem myndin hefur upp á að bjóða þá finnur maður svo sterkt fyrir því hvað kvikmyndir geta staðið fyrir margt.
laugardagur, 15. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég sá Gregor Samsa alltaf fyrir mér sem einhvers konar bjöllu... Og það eru orðin nokkur ár síðan ég las söguna, en í minningunni þá finnst mér eins og hún hafi kafað eitthvað í persónu Gregors og upplifun hans.
Ég hef ekki séð Rat, en hún hljómar nokkuð skemmtilega. Varðandi boðskapinn, þá verður manni óneitanlega hugsað til aukamerkingarinnar sem orðið Rat ber með sér. Þ.e.a.s. ef þú kjaftar frá, þá ertu rotta (á ensku). Ég veit svo ekki hvort það passi nokkuð við söguna.
Fín færsla. 5 stig.
Þú ert þá kominn með 26 stig.
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Aluguel de Computadores, I hope you enjoy. The address is http://aluguel-de-computadores.blogspot.com. A hug.
Skrifa ummæli