sunnudagur, 24. febrúar 2008
Harold & Kumar Go to White Castle (2004)
Myndin fjallar semsagt um tvo hasshausa sem verða svangir um miðja nótt og rúnta um New Jersey í leit að hamborgarabúllu. Harold er af kóreskum ættum og vinnur hjá fjárfestingarbanka en Kumar er læknakandídat af indverskum uppruna. Eftir að hafa séð auglýsingu í sjónvarpinu frá hamborgarastaðnum White Castle ákveða þeir að leita staðinn uppi. Það reynist þó þrautinni þyngra. Á leiðinni eru þeir félagar ögn skakkir og mæta ýmsum furðufuglum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera venjuleg grinmynd og í raun frekar súr grinmynd. En þegar betur er að gáð kemur fram augljós ádeila í myndinni, ádeila á kynþáttafordóma og jafnframt ádeila á “Ameríska drauminn”. Erfiðleikum Harolds og Kumar við að finna White Castle má í raun líkja við þá erfiðleika sem margir innflytjendur stóðu frammi fyrir (og standa sumir enn) við komuna til Ameríku. Í myndinni koma fram ótal skýr dæmi um kynþáttafordóma sem viðgangast enn þann dag í dag í Bandaríkjunum. Þetta er því kannski einhvers konar allegóría. Mér fannst myndin eiginlega slá tvær flugur í einu höggi. Bráðskemmtileg gamanmynd sem endurspeglar Bandarískt þjóðfélag og deilir á það í leiðinni. Kom virkilega á óvart.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er ekki alveg að sjá ádeiluna í þessari mynd. Mér fannst þetta fyrst og fremst vera létt og lítilvæg grínmynd, ágætis afþreying en ekkert meira en það. Þó er svo sem ekki útilokað að mér hafi bara yfirsést þessi skilaboð...
3 stig.
Skrifa ummæli